Innlent

Búið að staðsetja konurnar

Landsbjargarmenn hafa leitað að konunum síðan klukkan tvö í dag.
Landsbjargarmenn hafa leitað að konunum síðan klukkan tvö í dag.
Björgunarsveitarmönnum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi hefur tekist að staðsetja tvær erlendar ferðakonur sem hringdu í neyðarlínuna um klukkan tvö í dag eftir að þær töpuðu áttum í svartaþoku í Hnappadal á Snæfellsnesi.

Þeim var orðið kalt og höfðu ekki hugmynd um hvar þær voru. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er önnur konan þýsk en ekki er vitað um þjóðerni hinnar.

Björgunarsveitarmenn eru ekki komnir að konunum en eru í símasambandi við þær og vita nú að þær eru staðsettar milli Geitaborgar og Sjónarfells í Hnappadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×