Innlent

Með barnið á barinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Konan var svo ölvuð, að ekki var hægt að yfirheyra hana.
Konan var svo ölvuð, að ekki var hægt að yfirheyra hana. Mynd úr safni
Kona var handtekin á bar í Hafnarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi, þar sem hún sat að sumbli og var með sex ára barn sitt með í för.

Konan var svo ölvuð, að ekki var hægt að yfirheyra hana og er hún því vistuð í fangageymslum, en lögregla kallaði á barnaverndarnefnd, sem tók barnið í sína vörslu. Konan verður yfirheyrð í dag og er málð litið mjög alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×