Fótbolti

Heerenveen vill fá milljarð fyrir Alfreð

Alfreð fagnar með Heerenveen.
Alfreð fagnar með Heerenveen.
Hollenska blaðið De Telegraaf greinir frá því í dag landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sé búinn að ná samkomulagi við þýska úrvalsdeildarfélagið Werder Bremen.

Félag Alfreðs, Heerenveen, og Werder Bremen eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaupverð og því enn óvíst hvort Alfreð fari til félagsins.

Bremen er sagt hafa boðið rúmar 400 milljónir króna í Alfreð en Heerenveen vill fá miklu meira. Hollenska félagið er ekki sagt vera til í að selja fyrir minna en um milljarð króna.

Það ber því mikið á milli enn sem komið er og spurning hvað Bremen er til í að opna veskið mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×