Fótbolti

Monaco verslar og verslar

Ranieri þjálfar lið Monaco. Hann er hér í úlpu Inter en Ítalinn hefur komið víða við.
Ranieri þjálfar lið Monaco. Hann er hér í úlpu Inter en Ítalinn hefur komið víða við.
Hið moldríka franska félag, AS Monaco, er enn með veskið galopið og félagið er nú búið að kaupa sjöunda leikmanninn á skömmum tíma.

Að þessu sinni keypti félagið ítalska framherjann Gaetano Monachello frá Olympiakos Nicosia í Kýpur. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Þetta er bráðefnilegur 19 ára strákur sem er alinn upp hjá Inter á Ítalíu. Hann yfirgaf félagið sumarið 2012.

Hann hefur slegið í gegn á Kýpur og forráðamenn Moanco hafa fulla trú á því að hann eigi eftir að verða enn betri.

Aðrir leikmenn sem komnir eru til Monaco eru James Rodriguez, Joao Moutinho, Ricardo Carvalho, Radamel Falcao, Nicolas Isimat Mirin og Anthony Martial.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×