"Kosningaloforð stjórnarflokkanna í vor þau sömu og fyrir 10 árum" Hjörtur Hjartarson skrifar 3. júlí 2013 19:13 Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira