Innlent

Sennilega mestu umboðssvik sögunnar

Brynjar Níelsson á Alþingi í dag.
Brynjar Níelsson á Alþingi í dag. Mynd/Vilhelm
Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að mestu umboðssvik sögunnar hafi hugsanlega átt sér stað í rekstri Íbúðalánasjóðs. Á Alþingi í dag sagði Brynjar að nú þyrfti að skoða hvað brást.

„Ég held að stærstu mistökin liggi hjá stjórnmálamönnum, þeim sem ráða langmestu. Það voru ótrúlega mikil mistök að þessi sjóður lætur raunverulega af félagslega hlutverkinu. Hann fer í samkeppni við bankana með ríkisábyrgð á bakinu,“ sagði hann.

Áhættan af þessu sé nú að koma í bakið á öllum. Það hafi verið röng ákvörðun hjá Íbúðalánasjóði að lána einkabönkunum 100 milljarða sem fengust með uppgreiðslu lána hjá sjóðnum og taka jafnvel viðbótarlán til að lána bönkunum.

„Og sennilega eins og niðurstaðan rannsóknarnefndarinnar ber með sér, eða hugsanlega, ekki einu sinni lögmætt að gera. Og ef það er rétt, þá er þetta sennilega mestu umboðssvik sögunnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×