"Þetta er eins og í Groundhog Day" Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 16:05 „Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum.“ Mynd/365 „Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
„Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira