"Þetta er eins og í Groundhog Day" Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 16:05 „Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum.“ Mynd/365 „Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
„Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira