Fótbolti

Hvernig var hægt að klúðra þessu? | Myndband

Aladje.
Aladje.
Portúgal féll úr leik á HM U-20 ára í vikunni er liðið tapaði 3-2 gegn Gana í sextán liða úrslitum keppninnar.

Liðið fékk gullið tækifæri til þess að komast yfir eftir aðeins 12 sekúndur. Hinn 19 ára gamli Aladje stóð þá einn fyrir opnu marki en tókst á lygilegan hátt að moka boltanum yfir markið.

Þetta mark hefði hugsanlega getað breytt framhaldinu en aumingja Aladje mun aldrei komast að því. Hann hefur þó líklega sofið lítið síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×