Fótbolti

Fyrrum þjálfari Real Madrid tekur við landsliði Kanada

Benito Floro.
Benito Floro.
Knattspyrnulandslið Kanada er komið með nýjan landsliðsþjálfara en Spánverjinn Benito Floro tók við liðinu í dag.

Hann tekur við liðinu af Stephen Hart sem hætti í kjölfar þess að liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á HM í Brasilíu.

Hinn 61 árs gamli Floro var þjálfari Real Madrid á árunum 1992-94. Hann var síðast að þjálfa lið í Marokkó en hann hefur einnig þjálfað lið í Mexíkó og Japan.

Sonur hans verður aðstoðarlandsliðsþjálfari. Kanada er í 88. sæti á FIFA-listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×