Fótbolti

Dómari og leikmaður myrtir á knattspyrnuleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegur atburður átti sér stað í knattspyrnuleik í Brasilíu í vikunni sem hafði þær afleiðingar að tveir menn létust.

Um var að ræða leik í áhugamannadeild þar í landi en allt saman byrjaði þetta þegar Otávio Jordão da Silva, dómari leiksins, stakk leikmann með hnífi, en dómarinn hafði borið eggvopn inná sér allan leikinn.

Leikmaðurinn hafði ekki vandað dómaranum kveðjurnar rétt fyrir atvikið sem hafði það í för með sér að dómari leiksins tók upp hníf með fyrrgreindum afleiðingum.

Áhorfendur flykktust inná völlinn og fjölskyldumeðlimir leikmannsins myrtu dómarann á hrottafenginn hátt. Höfuð hans var skorið af sem og hendur og fætur dómarans. 

Með hreinum ólíkindum en myndir af líki dómarans eru til á veraldarvefnum og þykja þær verulegar ógeðfelldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×