Fótbolti

Lykilmenn Íslands að mati UEFA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dóra María Lárusdóttir er nefnd til sögunnar sem einn þriggja lykilmanna Íslands.
Dóra María Lárusdóttir er nefnd til sögunnar sem einn þriggja lykilmanna Íslands. Mynd/Daníel
Hitað er upp fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu á heimasíðu UEFA. Í dag er riðill Íslands til umfjöllunar.

Árangur Íslands í undankeppni EM er rifjaður upp. Ísland tapaði í umspilsleikjum gegn Englandi árið 1995 og sömuleiðis gegn Þýskalandi 1997 og Noregi 1995. Undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem tók við liðinu árið 2007, náðist árangur um leið þegar sætið í Finnlandi 2009 var tryggt.

Fjallað er um markanef Margrétar Láru Viðarsdóttur en Eyjakonan skoraði ellefu mörk í undankeppninni. Hún er sögð lykilmaður íslenska liðsins ásamt fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur og Valskonunni Dóru Maríu Lárusdóttir.

Þá er Þóra Björg Helgadóttir tekin tali um möguleika liðanna í riðlinum.

„Ég á marga vini bæði í hollenska og norska liðinu og tilfinning mín er sú að öll liðin séu að einbeita sér að því að ná öðru sætinu. Auðvitað er ekkert víst en Þýskaland er með rosalega sterkt lið," segir Þóra.

Umfjöllunina á UEFA.com má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×