Fótbolti

Llorente á leið til Juventus

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Llorente er á leið til Ítalíu
Llorente er á leið til Ítalíu MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente er á leið til Juvents á frjálsri sölu frá Athletic Bilbao. Hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun mánudag og verður kynntur sem leikmaður liðsins sólarhring síðar.

Juventus mun því bjóða upp á nýja framlínu á næsta tímabili en Llorente er ætlað að leika við hlið Carlos Tevez í framlínunni. Tevez gekk til liðs við Juventus í vikunni frá Manchester City.

Samningur hins 28 ára gamla Llorente við Athletic Bilbao rennur út í dag 30. júní og er honum því frjálst að skrifa undir við ítölsku meistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×