"Smátt og smátt eru allir þessir staðir að hverfa“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. júní 2013 14:27 Unnsteinn stingur upp á að minni bönd fái inni í Hörpu. samsett mynd Eins og fram hefur komið verður skemmtistaðnum Faktorý lokað þann 11. ágúst, en hann víkur fyrir hóteli í nýju deiliskipulagi. Tónlistarmenn syrgja staðinn, sem er til húsa á Smiðjustíg, og tjá margir þeirra sig um málið á Facebook. Meðal þeirra eru Arnór Dan úr Agent Fresco, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi og Gylfi Blöndal úr Kimono. „Reykvíska hótelplágan hefur fundið sér nýjan tónleikastað til að rústa,“ skrifar Bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson í hljómsveitinni Prins Póló, og Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson fjallar einnig um lokunina, og skorar á borgaryfirvöld að breyta um stefnu. Hann stingur jafnframt upp á því að búið sé til nýtt tónleikarými inni í Hörpu fyrir minni hljómsveitir. „Hljómsveit eins og Retro Stefson hefur naumlega tök á að halda tónleika í Hörpu. Yngri bönd eða hljómsveitir sem eru að reyna koma sér á framfæri hafa ekki efni á því,“ skrifar Unnsteinn, og segir það bull að borgin eigi ekki að reka skemmtistað. „Í hverri viku spilum við í Retro Stefson um alla Evrópu á "opinberum" skemmti- og tónleikastöðum sem eru vel reknir af metnaðarfullum bókurum, en í eigu borgar eða ríkis.“ Unnsteinn beinir orðum sínum að meðlimum borgarstjórnar og spyr hvort ekki sé ráð að hugmyndin sé skoðuð. „Smátt og smátt eru allir þessir staðir að hverfa. Hemmi og Valdi, Faktorý, NASA og fleiri,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. „Ég finn það sem atvinnutónlistarmaður á Íslandi að ég er alltaf að spila á skrýtnari og skrýtnari stöðum sem eru jafnvel ekki tónleikastaðir. Það er bara út af vöntun.“ Unnsteinn segir að það myndi líta mjög vel út fyrir borgaryfirvöld að breyta um stefnu. „Það er lítið eftir núna í Reykjavík og fólk er búið að vera með og á móti, en mér finnst vanta nýjar hugmyndir.“ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið verður skemmtistaðnum Faktorý lokað þann 11. ágúst, en hann víkur fyrir hóteli í nýju deiliskipulagi. Tónlistarmenn syrgja staðinn, sem er til húsa á Smiðjustíg, og tjá margir þeirra sig um málið á Facebook. Meðal þeirra eru Arnór Dan úr Agent Fresco, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi og Gylfi Blöndal úr Kimono. „Reykvíska hótelplágan hefur fundið sér nýjan tónleikastað til að rústa,“ skrifar Bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson í hljómsveitinni Prins Póló, og Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson fjallar einnig um lokunina, og skorar á borgaryfirvöld að breyta um stefnu. Hann stingur jafnframt upp á því að búið sé til nýtt tónleikarými inni í Hörpu fyrir minni hljómsveitir. „Hljómsveit eins og Retro Stefson hefur naumlega tök á að halda tónleika í Hörpu. Yngri bönd eða hljómsveitir sem eru að reyna koma sér á framfæri hafa ekki efni á því,“ skrifar Unnsteinn, og segir það bull að borgin eigi ekki að reka skemmtistað. „Í hverri viku spilum við í Retro Stefson um alla Evrópu á "opinberum" skemmti- og tónleikastöðum sem eru vel reknir af metnaðarfullum bókurum, en í eigu borgar eða ríkis.“ Unnsteinn beinir orðum sínum að meðlimum borgarstjórnar og spyr hvort ekki sé ráð að hugmyndin sé skoðuð. „Smátt og smátt eru allir þessir staðir að hverfa. Hemmi og Valdi, Faktorý, NASA og fleiri,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. „Ég finn það sem atvinnutónlistarmaður á Íslandi að ég er alltaf að spila á skrýtnari og skrýtnari stöðum sem eru jafnvel ekki tónleikastaðir. Það er bara út af vöntun.“ Unnsteinn segir að það myndi líta mjög vel út fyrir borgaryfirvöld að breyta um stefnu. „Það er lítið eftir núna í Reykjavík og fólk er búið að vera með og á móti, en mér finnst vanta nýjar hugmyndir.“
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira