Fótbolti

Abidal fer líklega til Monaco

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Eric Abidal, leikmaður Barcelona, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Monaco í næstu viku.

Það hefur verið ljóst í þó nokkurn tíma að leikmaðurinn væri á leiðinni frá Barcelona en félagið vildi ekki framlengja samninginn við Abidal.

Abidal lék með Monaco í upphafi ferilsins áður en hann fór til Lille og síðar Lyon en samningur hans við Barcelona rennur út í lok þessar mánaðar.

Abidal lék ekki knattspyrnu í töluverðan tíma þar sem hann barðist við krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×