Fótbolti

Real Madrid reynir að stela Isco frá City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Isco í leik með Malaga
Isco í leik með Malaga Mynd / Getty Images
Baráttan um knattspyrnumanninn Isco ætlar engan enda að taka en nú vilja forráðamenn Real Madrid meina að Malaga hafi samþykkt 25 milljóna punda tilboði félagsins í leikmanninn.

Áður hefur verið greint frá því að Manchester City sé einnig á eftir leikmanninum en þar myndi hann vera undir stjórn síns gamla knattspyrnustjóra Manuel Pellegrini.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætlar að leggja mikla áherslu á að klófesta þennan frábæra leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×