Fótbolti

Sarpsborg vann Íslendingaslaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórarinn Ingi í leik með ÍBV
Þórarinn Ingi í leik með ÍBV
Það var mikill Íslendingaslagur í norsku úrvalsdeildinni er Sarpsborg 08 bar sigur úr býtum gegn Start 2-1.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Valdimarsson voru allir í byrjunarliði Sarpsborg.

Øyvind Hoås og Christian Brink gerðu sitt markið hvor fyrir heimamenn en Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Start.

Vålerenga og Molde gerðu síðan 3-3 jafntefli.

Sarpsborg er í 7. sæti deildarinnar með 17 stig og Start í því 13. með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×