Fótbolti

Brasilía vann Ítalíu í frábærum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neymar sér hér á eftir boltanum í netið
Neymar sér hér á eftir boltanum í netið Mynd / Getty Images
Tveir leikir fórum fram í Álfukeppninni í kvöld en heimamenn í Brasilíu unnu fínan sigur á Ítölum, 4-2, í frábærum leik.

Brasilía hóf leikinn betur en Dante kom heimamönnum yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Emanuele Giaccherini jafnaði síðan metin fyrir Ítala í upphafi síðari hálfleiks en leikmenn Brasilíu voru ekki lengi að svara með marki þegar Neymar skoraði gullfallegt mark beint úr aukaspyrnu fjórum mínútum síðar.

Fred kom Brasilíu síðan í 3-1 þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Ítalir neituðu að gefast upp og Chiellini minnkaði muninn í 3-2 fimmtán mínútum fyrir leikslok. Fred innsiglaði síðan sigur Brassanna undir lokin með fjórða marki heimamanna. Brasilía vinnur því A riðilinn en liðið vann alla leikina þrjá.

Mexíkó vann flottan sigur á Japan, 2-1, í A riðli en Javier Hernandez gerði bæði mörk Mexíkóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×