Fótbolti

Steinþór Freyr í sigurliði | Ekk dagur Íslendinganna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórum leikjum er nýlokið í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og voru Íslendingar í eldlínunni.

Pálmi Rafn Pálmason var í liði Lillestrøm sem tapaði illa fyrir Tromsø 2-0.

Steinþór Freyr Þórsteinsson var í sigurliðið Sandnes Ulf er liðið lagði Sogndal 3-1, en Steinþór Freyr lék allan leikinn fyrir heimamenn.

Aalesund vann fínan sigur á Viking, 2-1, en Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Viking. Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekknum þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en hann er einnig í Viking.

Hønefoss og Odd gerðu 1-1 jafntefli en Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Aðalsteinsson léku báðir allan leikinn fyrir heimamenn í Hønefoss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×