Íslenski boltinn

Ásmundur ætlar að halda áfram

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Daníel
„Sú umræða er mest hjá ykkur í fjölmiðlunum. Staðan uppi í Árbæ er sú að við ræðum vel saman og spáum í spilin og reynum að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur Arnarsson eftir enn eitt tapið hjá Fylki í kvöld.

Fylkir er aðeins með tvö stig eftir átta umferðir og útlitið dökkt hjá Ásmundi og lærisveinum hans. Ásmundur ætlar þó að halda áfram sem þjálfari Fylkis.

Tryggvi Guðmundsson var á bekknum í kvöld, annan deildarleikinn í röð en Ásmundur sagði að það væri ekki vegna agaleysis utan vallar.

„Ég get ekkert sagt nema ég geri það sem ég tel sterkast fyrir liðið og þá nálgun sem við höfum á leikinn. Hann eins og aðrir eru ekki þar eins og staðan er núna,“ sagði Ásmundur.

Hér má lesa umfjöllun og viðtöl úr leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×