Fótbolti

Ancelotti til Real Madrid og Blanc til PSG

Ancelotti er hættur að þjálfa PSG.
Ancelotti er hættur að þjálfa PSG.
Það voru sviptingar í þjálfaraheimum í morgun þegar Carlo Ancelotti yfirgaf PSG fyrir Real Madrid. Laurent Blanc tók við PSG á sama tíma.

Ancelotti var efstur á óskalista PSG en franska félagið var ekki til í að sleppa honum. Þeir gerðu það þó á endanum og Ancelotti er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Real.

Hann tekur við starfinu af Jose Mourinho sem er farinn til Chelsea.

Það virðist vera nokkuð ljóst að PSG vildi ekki sleppa Ancelotti fyrr en þeir myndu finna annan mann. Þeir náðu saman við Blanc og þjálfarakapallinn gekk því upp.

Blanc var síðast þjálfari franska landsliðsins en lét af því starfi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×