Fótbolti

Tvö tyrknesk lið bönnuð frá Evrópukeppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Evrópu útilokaði í dag tyrknesku félögin Fenerbahce og Besiktas frá Evrópukeppnum næsta tímabilið.

Félögin eru ásökuð um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Fenerbahce fékk þriggja ára bann en þar af er það síðasta skilorðsbundið í fimm ár. Besiktas fékk eins árs bann.

Fenerbahce átti að keppa í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en Besiktas í Evrópudeildinni.

Ásakarnir ná aftur til ársins 2011 en þetta er í annað skipti sem Fenerbahce er sett í bann. Tyrkneska sambandið dró liðið úr keppni tímabilið 2011-12 þegar að ásakanirnar komu fyrst fram.

Fenerbahce vann tyrkneska titilinn vorið 2011 með 4-3 sigri á Sivasspor í lokaumferð tímabilsins. Er það einn af tugum leikja sem voru rannsakaðir.

Besiktas liggur undir grun fyrir að hafa keypt sér sigur í úrslitaleik tyrknesku bikarkeppninnar þetta sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×