Enski boltinn

Barry: Erfitt að missa Tevez

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Tevez og Gareth Barry
Carlos Tevez og Gareth Barry Mynd / Getty Images
Englendingurinn Gareth Barry, leikmaður Manchester City, hefur nú tjáð sig um brotthvarf Carlos Tevez og vill miðjumaðurinn meina að hinn argentínski skilji eftir sig stórt skarð.

Tevez gekk formlega í raðir ítalska félagsins Juventus í gær en Juve greiddi um níu milljónir punda fyrir framherjann.

Leikmaðurinn hafði verið í fjögur ár hjá City og það hefur svo sannarlega gengið á ýmsu á þeim tíma

„Það verður erfitt að missa Tevez frá Manchester City,“ sagði Gareth Barry.

„Hann hefur verið frábær fyrir okkar lið undanfarinn ár og virkilega gott að vera með Tevez í liði.“

„Það var virkilega leiðinlega að heyra að hann væri á leiðinni frá okkur, en ég veit að Tevez mun standa sig vel á öðrum vettvangi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×