Fótbolti

Arshavin semur við Zenit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Andrey Arshavin hefur skrifa undir samning við rússneska liðið Zenit St. Pétursborg.

Leikmaðurinn hefur verið á mála hjá enska liðinu Arsenal en hann náði sér í raun aldrei á strik hjá félaginu. Samningur hans við Arsenal rann út eftir síðasta tímabil og fór hann því til Zenit á frjálsi sölu.

Arsenal greiddi um 15 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2009 en hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×