Fótbolti

Navas var hetja Spánverja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjar fagna í kvöld.
Spánverjar fagna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Jesus Navas tryggði Spánverjum sæti í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu í kvöld en vítaspyrnukeppni þurfti til að fá niðurstöðu í undanúrslitaleik Spánar og Ítalíu.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en bæði lið fengu þó nóg af færum í leiknum.

Skorað var úr fyrstu tólf spyrnunum í vítaspyrnukeppninni en þá var komið Leonardo Banucci, varnarmanni Ítalíu, sem skaut himinhátt yfir.

Varamaðurinn Jesus Navas gerði hins vegar engin mistök og skoraði örugglega úr sinni spyrnu. Þar með varð ljóst að heims- og Evrópumeisturum Spánar munu mæta gestgjöfum Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudagskvöldið.

Ítalía var sterkari aðilinn í venjulegum leiktíma en gekk illa að nýta færi sín. Emanuele Giaccherini skaut svo í stöng í framlengingunni. Xavi fékk líka gott færi í framlengingunni en Gianluigi Buffon, markvörður Ítala, varði frá honum í stöng.

Ítalía mætir Úrúgvæ í bronsleiknum á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×