Innlent

Femínistar gagnrýna Eygló

Jakob Bjarnar skrifar
Steinunn og Eygló. Konur fá almennt minna greitt úr lífeyrissjóðum en karlar og þurfa að reiða sig í meiri mæli á almannatryggingarkerfið.
Steinunn og Eygló. Konur fá almennt minna greitt úr lífeyrissjóðum en karlar og þurfa að reiða sig í meiri mæli á almannatryggingarkerfið.
Femínistafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á á lögum um almannatryggingar.

Félagið hefur sent umsögn til nefndarsviðs Alþingis. Þar er meðal annars er bent á að efnahagslegt ójafnrétti milli eldri karla og kvenna megi rekja til ólaunaðra umönnunar og heimilisstarfa kvenna síðustu áratugi.

"Það leiðir til þess að konur fá almennt minna greitt úr lífeyrissjóðum en karlar og þurfa að reiða sig í meiri mæli á almannatryggingarkerfið. Umrætt frumvarp gagnast helst þeim sem hafa hærri tekjur og má leiða líkum að því að það séu frekar karlar. Félagið bendir á að til að stuðla að jafnrétti væri eðlilegra að hækka grunnlífeyri," segir í tilkynningu frá Steinunni Rögnvaldsdóttur, talskonu Femínistafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×