Fótbolti

Helgi Valur segir stöðuna viðkvæma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur fagnar marki í leik með AIK
Helgi Valur fagnar marki í leik með AIK Nordic Photos / Getty Images
Helgi Valur Daníelsson vill ekki staðfesta við sænska fjölmiðla að hann sé á leið til portúgalska liðsins Belenenses.

Portúgalskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að það væri nánast formsatriði að ganga frá félagaskiptum Helga Vals. Hann væri væntanlegur til Lissabon eftir helgi til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

„Ég get ekki sagt mikið um þetta. Málið er viðkvæmt. Ég er enn leikmaður AIK og meira get ég ekki sagt, þótt ég gjarnan vildi,“ sagði hann við sænska miðla.

„Við erum að vinna að því að finna lausn fyrir mig og félagið. Ég er ekki í framtíðarplönum AIK en það er ekkert fast í hendi.“

Helgi Valur er samningsbundinn AIK þar til tímabilinu lýkur í haust en hann útilokar ekki að fara nú í sumar.

„Ég verð að hugsa um mína framtíð. Það væri ekki gott fyrir mig að vera án félags í desember, með eiginkonu og þrjú börn. Þetta væri annað mál ef ég væri tvítugur og byggi einn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×