Íslenski boltinn

Rétt ákvörðun hjá Kristni? | Myndband

Það sauð á mörgum stuðningsmönnum Víkings Ólafsvíkur eftir að Emir Dokara var vikið af velli í upphafi leiksins gegn Breiðabliki í gær.

Breiðablik vann 2-0 sigur en bæði mörkin kom úr vítaspyrnu. Fyrri vítaspyrnudómurinn var sérlega umdeildur og var tekinn fyrir í Pepsi-mörkunum í gær.

Dokara fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni en snertingin virtist ekki mikil, af myndbandsupptökum að dæma.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×