Erlent

Elsti maður heims allur

Jakob Bjarnar skrifar
Jiroemon Kimura þakkaði langlífið að hann var mikið úti við um sína daga og naut sólarljóssins.
Jiroemon Kimura þakkaði langlífið að hann var mikið úti við um sína daga og naut sólarljóssins.

Elsti maður heims, hinn 116 japanski Jiroemon Kimura, dó í morgun, að sögn japanskra fjölmiðla. Kimura, bjó í bænum Kyotango saem er í námunda við Kyoto í vestanverðu Japan. Hann hafði verið á sjúkrahúsi síðustu dagana en Kimura þjáðist af lungnabólgu undir það síðasta.

Það var 17. desember árið 2012 sem hann var úrskurðaður elstur, af heimsmetabók Guinness, en þá kvaddi þennan heim landa hans Iowa, kona sem var þá 115 ára gömul.

Kimura fæddist árið 1897, hann starfaði hjá póstinum auk þess að vera frístundabóndi. Þegar hann varð 115 ára sagði Kimora halda sér klárum í kollinum með því að læra ensku. Kimora þakkaði langlífið að vera mikið úti undir berum himni og njóta sólarljóss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×