Enski boltinn

Köttur Manchester City látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Balotelli hittir hér köttinn í fyrsta skipti. Þeim kom ekki vel saman.
Balotelli hittir hér köttinn í fyrsta skipti. Þeim kom ekki vel saman. Mynd / www.manchestereveningnews.co.uk/

Manchester City-kötturinn Wimblydon er látinn en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins í dag.

Þar er meðal annars talað um að kötturinn hafi klárað öll sín níu líf en honum hefur til dæmis lent upp á kant við Mario Balotelli.

Wimblydon kom fyrst á æfingasvæði liðsins fyrir ellefu árum og í raun búið þar síðan. Starfsmenn svæðisins telja að kötturinn hafi í gegnum tíðina fangað um 200 mýs.

Í yfirlýsingu félagsins segir: „Við tilkynnum með mikill sorg að kötturinn okkar er látinn. Hvíldu í friði Wimbly.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×