Innlent

Kysstust fyrir utan rússneska sendiráðið

Mótmæli fóru fram síðdegis fyrir utan rússneska sendiráðið vegna laga sem samþykkt voru á rússneska þinginu í síðustu viku þar sem "áróður fyrir samkynhneigð“ var bannaður með lögum.

Samtökin 78´ hafa fordæmt lögin harkalega og boðuðu til mótmælanna í dag. Þau voru fjölmenn, en vel yfir 200 manns mættu á svæðið. Mótmælin voru óhefðbundin að því leytinu til að mótmælendur kysstust fyrir utan sendiráðið.

Frá mótmælunum í dag.Mynd / Stefán Karlsson
Í tilkynningu frá samtökunum sagði:

„Samtökin ‘78 krefjast þess af rússneskum stjórnvöldum að þau afnemi þessi ólög og láti þegar í stað af kerfisbundinni andúð sinni og ofsóknum gegn hinsegin fólki. Jafnframt fara samtökin þess á leit við ríkisstjórn Íslands að hún fordæmi lagasetninguna opinberlega og grípi til áþreifanlegra aðgerða til að beita rússnesk stjórnvöld þrýstingi í málinu. “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×