Fótbolti

Pirlo með glæsimark í 100. leiknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pirlo skorar markið magnaða.
Pirlo skorar markið magnaða. Nordicphotos/AFP
Mario Balotelli skoraði sigurmark Ítala í 2-1 sigri á Mexíkó í Álfukeppninni í Brasilíu í kvöld.

Andrea Pirlo spilaði sinn 100. landsleik fyrir Ítala og kom liði sínu yfir á 27. mínútu. Ítalía fékk þá aukaspyrnu af 30 metra færi. Ítalski snillingurinn setti boltann þéttingsfast yfir vegginn og upp í vinkilinn.

Javier Hernandez jafnaði metin fyrir Mexíkó sjö mínútum síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik. Balotelli skoraði svo sigurmark Ítala með þrumskoti tólf mínútum fyrir leikslok.

Ítalir hafa þrjú stig í A-riðli líkt og Brasilía sem vann 3-0 sigur á Japan í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×