Innlent

Níu sæmdir fálkorðu

Níu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra sem fengu orðuna voru Árni Bergmann rithöfundur og Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir.

1. Árni Bergmann rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til bókmennta og menning

2. Gísli B. Björnsson grafískur hönnuður og fyrrverandi skólastjóri,

Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastarf í íslenskri grafík og

framlag til menntunar hönnuða

3. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans Sæbjargar, Reykjavík,

riddarakross fyrir framlag til öryggismála sjómanna

4. Jóna Berta Jónsdóttir fyrrverandi matráðskona, Akureyri, riddarakross

fyrir störf að mannúðarmálum

5. Kristín Steinsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Reykjavík,

riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta

6.Kristján Ottósson blikksmiðameistari og framkvæmdastjóri Lagnafélags

Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í lagnamálum

7. Óli H. Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til öryggismála og umferðarmenningar

8. Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður, Kjalarnesi, riddarakross fyrir framlag til eflingar íslenskrar glerlistar

9.Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi líknarmeðferðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×