Enski boltinn

Tottenham staðfestir komu Baldini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franco Baldini.
Franco Baldini. Nordic Photos / Getty Images
Tottenham hefur staðfest að Ítalinn Franco Baldini verður nýr tæknistjóri Tottenham í Englandi og mun hann því vinna náið með Andre villas-Boas knattspyrnustjóra.

Baldini starfaði með Fabio Capello þegar sá síðarnefndi stýrði enska landsliðinu en síðast var hann framkvæmdarstjóri Roma.

Villas-Boas vildi fá Baldini til starfa til aðstoða sig á leikmannamarkaðnum en hann er vanur því að vinna með tæknistjóra hér við hlið, eins og er algengt hjá félögum á meginlandi Evrópu.

Baldini lék sem miðvallarleikmaður á sínum tíma og spilaði með hinum ýmsu liðum á Ítalíu á níunda áratug síðustu aldar.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×