Lífið

Klikkaði ekki frekar en fyrri daginn

Ellý Ármanns skrifar

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru hélt útgáfuteiti í Eymundsson á Skólavörðustíg á dögunum. Rósa klikkaði ekki frekar en fyrri daginn þegar kom að veitingum þar sem hún bauð gestum upp á smakk úr nýju bókinni og áritun. Bókin hennar, sem ber heitið Partíréttir, er full af frábærum, einföldum hugmyndum í partí - lítil sem stór. 

Smárétti, brauðrétti, súpur, kökur, ávaxta- og ísrétti, drykki, fingrafæði, krakkakræsingar og fleiri freistandi partírétti má finna í bókinni.

Partíréttir er önnur matreiðslubók Rósu, en hún hefur einnig þýtt og ritstýrt vinsælum matreiðslubókum. 

Gleði og góð stemning skín í gegn í bókinni en Rósa hefur skrifað og fjallað um mat og matargerð um langt árabil í tímaritum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi og er þekkt fyrir spennand, góðar og að ekki sé minnst á einfaldar uppskriftir. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar úr boðinu.

Hér má skoða facebooksíðu bókarinnar þar sem Rósa setur inn myndir og uppskriftir úr bókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.