Enski boltinn

Liverpool á eftir Mkhitaryan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mkhitaryan fagnar marki gegn Nordsjælland í Meistaradeild Evrópu í vetur.
Mkhitaryan fagnar marki gegn Nordsjælland í Meistaradeild Evrópu í vetur. Nordicphotos/AFP

Guardian greinir frá því að Liverpool sé með augastað á armenska landsliðsmanninum Henrikh Mkhitaryan hjá Shakhtar Donetsk.

Mkhitaryan skoraði 25 mörk fyrir Shaktar í úkraínsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að spila sem framliggjandi miðjumaður. Liverpool er sagt hafa fylgst með kappnum á síðustu leiktíð og vonast til þess að Armeninn gæti hugsað sér að söðla um og mæta á Anfield.

Mkhitaryan lýsti því yfir í vetur að hann vildi spila með einu af stærstu félögum í heimi. Í kjölfarið var hann orðaður við Barcelona, Chelsea og Manchester City.

Mkhitaryan hefur þrívegis verið kjörinn besti leikmaður Armerníu. Verðmiðinn á hinum 24 ára gamla miðjumanni er talið vera um 22 milljón pund eða jafnvirði rúmlega 4,1 milljarðs íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×