Enski boltinn

Arsenal hefur efni á bestu leikmönnum heims

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arsene Wenger
Arsene Wenger Nordicphotos/AFP

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, segir að Arsene Wenger fái 70 milljónir punda árlega til þess að kaupa sterka leikmenn.

Gazidis segir Lundúnafélagið nú tilbúið til þess að keppa við hvaða félag sem er í heiminum þegar komi að leikmannakaupum. Nýr tími sé runninn upp sem geri félaginu kleyft að kaupa leikmenn á borð við Wayne Rooney.

Framkvæmdastjórinn segist vonast til þess að Arsene Wenger verði hjá félaginu til lengri tíma. Wenger hefur stýrt liðinu frá árinu 1996 og er sá knattspyrnustjóri í deildinni í dag sem hefur verið lengst í starfi.

Arsenal er sterklega orðað við Gonzalo Higuain og Karim Benzema, framherja Real Madrid. Talið er að spænska félagið vilji losna við annaðhvort Argentínumanninn eða Frakkann sem gætu vafalítið báðir styrkt Arsenal.

Nánar er rætt við Gazidis um fjárhagslega stöðu Arsenal á vef Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×