Aldrei færri kríur í Vík Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. júní 2013 13:04 Þórir N. Kjartasson segir kríunni hafa fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var. Hann hvetur nýjan umhverfisráðherra til að grípa til aðgerða. MYNDIR/ÞÓRIR N. KJARTANSSON Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira