Fleiri hætta við Keflavík Music Festival Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. júní 2013 18:49 Röyksopp áttu að spila annað kvöld á Keflavík Music Festival. Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni. Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni.
Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35
Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42
Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03