Fleiri hætta við Keflavík Music Festival Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. júní 2013 18:49 Röyksopp áttu að spila annað kvöld á Keflavík Music Festival. Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni. Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni.
Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35
Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42
Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03