Fleiri hætta við Keflavík Music Festival Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. júní 2013 18:49 Röyksopp áttu að spila annað kvöld á Keflavík Music Festival. Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni. Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni.
Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35
Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42
Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03