Innlent

Ofsaakstur á Hellisheiði

Erlendur ökumaður var gripinn á Hellisheiði á 168 kílómetra hraða.
Erlendur ökumaður var gripinn á Hellisheiði á 168 kílómetra hraða.

Selfosslögreglan stöðvaði erlendan ökumann á Hellisheiði um klukkan ellefu í gærkvöldi, eftir að bíll hans hafði mælst á 168 kílómetra hraða á klukkustund.

Ökumaðurinn fær hæstu sekt sem hægt er að fá fyrir hraðakstur, eða 112 þúsund krónur og verður auk þess sviftur ökuréttindum í þrjá mánuði. Nokkrir til viðbótar fóru yfir hraðamörkin, en óverulega að sögn lögreglu.

Stutt er síðan að útlendingur var tekinn á ofsahraða austan við Hvolsvöll, en að sögn lögreglu er óvenju langt síðan að Íslendingur hefur gerst sekur um ofsaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×