Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 3-1 | Haukur Heiðar byrjaði Sigmar Sigfússon á KR-velli skrifar 30. maí 2013 09:08 KR-ingar komust áfram í Borgunarbikarnum í knattspyrnu með 3 – 1 sigri á Grindavík í Vesturbænum í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari á öllum sviðum í leiknum og fyrstu deildar lið Grindarvíkur átti í stökustu vandræðum í leiknum. Fyrri hálfleikur var fjörlegur í meira lagi. KR-ingar stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi og sköpuðu sér mörg úrvalsfæri. Grindvíkingar áttu tvö dauðafæri í hálfleiknum. Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett upp allan völlinn og kom sér í gott færi en skaut framhjá. Fyrsta markið kom á 29. mínútu eftir varnarmistök Grindvíkinga sem Atli Sigurjónsson nýtti sér og skoraði glæsilegt mark með skoti úr vippu. Staðan í hálfleik var 1 - 0 fyrir heimamenn. Annað mark leiksins skoruðu gestirnir frá Grindavík. Þar var á ferðinni Jósef Kristinn Jósefsson sem náði frákastinu af skoti Óla Baldurs sem Hannes Halldór varði. Skyndilega var leikurinn orðinn jafn og allt opið. KR-ingar gáfu þá í og skoruðu þriðja mark leiksins stuttu síðar á 69. mínútu. Markið skoraði Mývetningurinn knái, Baldur Sigurðsson, sem hefur verið sjóðandi heitur það sem af er sumars. Eftir markið hjá Baldri var aðeins eitt lið á vellinum og sigur þeirra röndóttu aldrei í hættu. Jónas Guðni Sævarsson innsiglaði góðan sigur með glæsilegu marki fyrir KR-inga á 73. mínútu. Gary Martin átti þá fína sendingu sem Jónas tekur í fyrstu snertingu af 30 metra færi sem söng í markvinklinum. Afar fallegt mark sem er ef til vill eitt fallegasta mark sumarsins. Leikurinn endaði með 3-1 sigri heimamanna og KR-ingar sem eru ríkjandi bikarmeistarar eru komnir áfram í næstu umferð.Kjartan Henry: Ánægjulegt að vera kominn tilbakaSkemmtilegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, kom inn á þegar um fimm mínútur voru eftir. Hann hefur ekkert spilað í langan tíma og var að vonum ánægður með sigur sinna manna og endurkomu sína. „Ég er virkilega ánægður með liðið að hafa klárað þennan leik. Baldur kom okkur á bragðið aftur í leiknum og þá var þetta aldrei Hætta,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR eftir leikinn. Haukur Heiðar Hauksson byrjaði leikinn en tvímenningarnir hafa glímt við erfið meiðsli og endurkomu þeirra verið beðið lengi. „Staðan á mér er ekki góð svona formlega séð en virkilega gott að vera kominn tilbaka. Það er vonandi að maður geti byggt á þessu,“ Sagði Kjartan að lokum og bætti við „Svo er það alltaf spurning hvernig hnéð verður á morgun.“Milan Stefán: KR-ingar fljótir að refsa„Ef við hefðum nýtt færin sem við fengum í upphafi leiks hefði leikurinn þróast öðruvísi. En því miður fórum við illa með færin okkar og svo refsuðu KR-ingar okkur í kjölfarið,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkinga eftir leikinn. „Við náðum þó að koma tilbaka og jafna leikinn en gerum of mörg mistök sem kosta okkur leikinn. KR-ingar hafa sterkt lið og eru fljótir að refsa liðum sem gera mistök,“ sagði Milan Stefán „Heilt yfir er ég ánægður með baráttuna hjá mínum mönnum hérna í kvöld. Þetta eru mikið ungir strákar sem eru að gera virkilega góða hluti í 1. deildinni og eiga eftir að vera enn sterkari þegar líður á sumarið,“ sagði Milan Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
KR-ingar komust áfram í Borgunarbikarnum í knattspyrnu með 3 – 1 sigri á Grindavík í Vesturbænum í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari á öllum sviðum í leiknum og fyrstu deildar lið Grindarvíkur átti í stökustu vandræðum í leiknum. Fyrri hálfleikur var fjörlegur í meira lagi. KR-ingar stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi og sköpuðu sér mörg úrvalsfæri. Grindvíkingar áttu tvö dauðafæri í hálfleiknum. Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett upp allan völlinn og kom sér í gott færi en skaut framhjá. Fyrsta markið kom á 29. mínútu eftir varnarmistök Grindvíkinga sem Atli Sigurjónsson nýtti sér og skoraði glæsilegt mark með skoti úr vippu. Staðan í hálfleik var 1 - 0 fyrir heimamenn. Annað mark leiksins skoruðu gestirnir frá Grindavík. Þar var á ferðinni Jósef Kristinn Jósefsson sem náði frákastinu af skoti Óla Baldurs sem Hannes Halldór varði. Skyndilega var leikurinn orðinn jafn og allt opið. KR-ingar gáfu þá í og skoruðu þriðja mark leiksins stuttu síðar á 69. mínútu. Markið skoraði Mývetningurinn knái, Baldur Sigurðsson, sem hefur verið sjóðandi heitur það sem af er sumars. Eftir markið hjá Baldri var aðeins eitt lið á vellinum og sigur þeirra röndóttu aldrei í hættu. Jónas Guðni Sævarsson innsiglaði góðan sigur með glæsilegu marki fyrir KR-inga á 73. mínútu. Gary Martin átti þá fína sendingu sem Jónas tekur í fyrstu snertingu af 30 metra færi sem söng í markvinklinum. Afar fallegt mark sem er ef til vill eitt fallegasta mark sumarsins. Leikurinn endaði með 3-1 sigri heimamanna og KR-ingar sem eru ríkjandi bikarmeistarar eru komnir áfram í næstu umferð.Kjartan Henry: Ánægjulegt að vera kominn tilbakaSkemmtilegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, kom inn á þegar um fimm mínútur voru eftir. Hann hefur ekkert spilað í langan tíma og var að vonum ánægður með sigur sinna manna og endurkomu sína. „Ég er virkilega ánægður með liðið að hafa klárað þennan leik. Baldur kom okkur á bragðið aftur í leiknum og þá var þetta aldrei Hætta,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR eftir leikinn. Haukur Heiðar Hauksson byrjaði leikinn en tvímenningarnir hafa glímt við erfið meiðsli og endurkomu þeirra verið beðið lengi. „Staðan á mér er ekki góð svona formlega séð en virkilega gott að vera kominn tilbaka. Það er vonandi að maður geti byggt á þessu,“ Sagði Kjartan að lokum og bætti við „Svo er það alltaf spurning hvernig hnéð verður á morgun.“Milan Stefán: KR-ingar fljótir að refsa„Ef við hefðum nýtt færin sem við fengum í upphafi leiks hefði leikurinn þróast öðruvísi. En því miður fórum við illa með færin okkar og svo refsuðu KR-ingar okkur í kjölfarið,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkinga eftir leikinn. „Við náðum þó að koma tilbaka og jafna leikinn en gerum of mörg mistök sem kosta okkur leikinn. KR-ingar hafa sterkt lið og eru fljótir að refsa liðum sem gera mistök,“ sagði Milan Stefán „Heilt yfir er ég ánægður með baráttuna hjá mínum mönnum hérna í kvöld. Þetta eru mikið ungir strákar sem eru að gera virkilega góða hluti í 1. deildinni og eiga eftir að vera enn sterkari þegar líður á sumarið,“ sagði Milan Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira