Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 3-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 30. maí 2013 09:12 FH er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 3-2 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-1. Atli Viðar Björnsson kom FH í tvígang yfir en í milli tíðinni jafnaði Haraldur Freyr Guðmundsson metin, rétt fyrir hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög hægur og lítið um færi. Keflavík var sterkari aðilinn áður en FH komst yfir en FH hafði átt ágætan kafla áður en Keflavík jafnaði. Því má segja að bæði mörk fyrri hálfleiks hafi verið skoruð gegn gangi leiksins. Það tók FH aðeins fimm mínútur að skora í seinni hálfleik. Liðið keyrði upp hraðann í upphafi seinni hálfleiks og náði að láta boltann ganga á milli kanta sem hafði ekki gerst í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir hraðari leik í seinni hálfleik óð FH ekki í færum en var engu að síður sterkari aðilinn í leiknum og sótti mikið. Keflavík sem lék ágætlega í fyrri hálfleik fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik og var heppið að lenda ekki manni færri þegar markvörður liðsins, David Preece, fékk aðeins gult spjald fyrir að taka Atla Viðar Björnsson niður rétt utan vítateigs, sem aftasti maður. Varamaðurinn Kristján Gauti Emilsson refsaði Keflavík með góðu marki á 90. mínútu. Keflvíkingar höfðu fært lið sitt framarlega í leit að jöfnunarmarki og Kristján komst auðveldlega inn fyrir vörnina og tryggði FH sigurinn. Keflavík minnkaði muninn með síðustu spyrnu leiksins þar sem Magnús Þór Magnússon náði að pota boltanum yfir línuna en það var of lítið og of seint og FH komið áfram.Atli Viðar: Vil fara á Grenivík í næstu umferð„Við erum komnir áfram og erum í pottinum þegar það er dregið og erum ánægðir með það,“ sagði hógvær Atli Viðar Björnsson markaskorari FH inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. „Þetta var ekkert sérstakur leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikurinn. Við vorum hægir og ekki sjálfum okkur líkir. Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik og ýmislegt sem við vildum bæta og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Við vorum ósáttir við við lágt tempó í fyrri hálfleik og við vildum pikka upp tempóið og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Það gekk vel í dag. Það höfðu komið nokkrir leikir á undan sem ég hafði ekki náð að skora í en þetta gekk í dag og vonandi heldur það áfram. Ég held að ég hafi verið hægur eins og aðrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við fáum mark fljótt í seinni hálfleik sem hjálpaði okkur mjög mikið,“ sagði Atli Viðar sem vill sækja Magna frá Grenivík heim í næstu umferð. „Ég veit að félagar mínir verða ekkert ánægðir með að ég segi þetta en mig langar að fara til Grenivíkur. Ég á marga góða vini þar sem mig langar að heilsa upp á. Annars myndi ég vilja fá heimaleik.Haraldur Freyr: Það var tækifæri til að vinna FH í dag„Mér fannst þessi leikur þokkalega vel spilaður af okkar hálfu. Við fáum á okkur ódýrt mark í fyrri hálfleik en mér fannst við töluvert sterkari aðilinn framað því að þeir skoruðu og eftir að þeir skoruðu,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur sem skoraði fyrra mark liðsins. „Við náum að jafna og förum með 1-1 stöðu inn í hálfleik og við vorum staðráðnir í að gera betur í seinni hálfleik en við fáum á okkur enn og aftur mark úr föstu leikatriði snemma í byrjun seinni hálfleiks og það verður erfitt. Leikurinn var heilt yfir í járnum og þetta hefði getað dottið beggja megin. „Það er alltaf fúlt að tapa fótboltleikjum og núna erum við úr leik í bikarkeppninni. Þá er það gamla klysjan að einbeita sér að deildinni. „Þó menn geti talað um að það komi maður í manns stað þá vantaði klárlega þrjá sterka pósta í lið FH í dag og það að mínu mati veikir þá varnarlega og það var tækifæri til að vinna FH í dag í Kaplakrika. „Það er eins og þetta virki eins og einhver vél hjá þeim. Það skiptir ekki máli hver kemur inn, þetta malar eins og vél og við vorum ekki nógu góðir til að vinna hér í dag. „Í grunninn þá hlupum við og djöfluðumst og það skilaði sér í því að við fengum ágætis pláss inni á vellinum. Við áttum ágætis krossa og áttum fínan leik að mínu mati,“ sagði Haraldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
FH er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 3-2 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-1. Atli Viðar Björnsson kom FH í tvígang yfir en í milli tíðinni jafnaði Haraldur Freyr Guðmundsson metin, rétt fyrir hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög hægur og lítið um færi. Keflavík var sterkari aðilinn áður en FH komst yfir en FH hafði átt ágætan kafla áður en Keflavík jafnaði. Því má segja að bæði mörk fyrri hálfleiks hafi verið skoruð gegn gangi leiksins. Það tók FH aðeins fimm mínútur að skora í seinni hálfleik. Liðið keyrði upp hraðann í upphafi seinni hálfleiks og náði að láta boltann ganga á milli kanta sem hafði ekki gerst í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir hraðari leik í seinni hálfleik óð FH ekki í færum en var engu að síður sterkari aðilinn í leiknum og sótti mikið. Keflavík sem lék ágætlega í fyrri hálfleik fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik og var heppið að lenda ekki manni færri þegar markvörður liðsins, David Preece, fékk aðeins gult spjald fyrir að taka Atla Viðar Björnsson niður rétt utan vítateigs, sem aftasti maður. Varamaðurinn Kristján Gauti Emilsson refsaði Keflavík með góðu marki á 90. mínútu. Keflvíkingar höfðu fært lið sitt framarlega í leit að jöfnunarmarki og Kristján komst auðveldlega inn fyrir vörnina og tryggði FH sigurinn. Keflavík minnkaði muninn með síðustu spyrnu leiksins þar sem Magnús Þór Magnússon náði að pota boltanum yfir línuna en það var of lítið og of seint og FH komið áfram.Atli Viðar: Vil fara á Grenivík í næstu umferð„Við erum komnir áfram og erum í pottinum þegar það er dregið og erum ánægðir með það,“ sagði hógvær Atli Viðar Björnsson markaskorari FH inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. „Þetta var ekkert sérstakur leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikurinn. Við vorum hægir og ekki sjálfum okkur líkir. Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik og ýmislegt sem við vildum bæta og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Við vorum ósáttir við við lágt tempó í fyrri hálfleik og við vildum pikka upp tempóið og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Það gekk vel í dag. Það höfðu komið nokkrir leikir á undan sem ég hafði ekki náð að skora í en þetta gekk í dag og vonandi heldur það áfram. Ég held að ég hafi verið hægur eins og aðrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við fáum mark fljótt í seinni hálfleik sem hjálpaði okkur mjög mikið,“ sagði Atli Viðar sem vill sækja Magna frá Grenivík heim í næstu umferð. „Ég veit að félagar mínir verða ekkert ánægðir með að ég segi þetta en mig langar að fara til Grenivíkur. Ég á marga góða vini þar sem mig langar að heilsa upp á. Annars myndi ég vilja fá heimaleik.Haraldur Freyr: Það var tækifæri til að vinna FH í dag„Mér fannst þessi leikur þokkalega vel spilaður af okkar hálfu. Við fáum á okkur ódýrt mark í fyrri hálfleik en mér fannst við töluvert sterkari aðilinn framað því að þeir skoruðu og eftir að þeir skoruðu,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur sem skoraði fyrra mark liðsins. „Við náum að jafna og förum með 1-1 stöðu inn í hálfleik og við vorum staðráðnir í að gera betur í seinni hálfleik en við fáum á okkur enn og aftur mark úr föstu leikatriði snemma í byrjun seinni hálfleiks og það verður erfitt. Leikurinn var heilt yfir í járnum og þetta hefði getað dottið beggja megin. „Það er alltaf fúlt að tapa fótboltleikjum og núna erum við úr leik í bikarkeppninni. Þá er það gamla klysjan að einbeita sér að deildinni. „Þó menn geti talað um að það komi maður í manns stað þá vantaði klárlega þrjá sterka pósta í lið FH í dag og það að mínu mati veikir þá varnarlega og það var tækifæri til að vinna FH í dag í Kaplakrika. „Það er eins og þetta virki eins og einhver vél hjá þeim. Það skiptir ekki máli hver kemur inn, þetta malar eins og vél og við vorum ekki nógu góðir til að vinna hér í dag. „Í grunninn þá hlupum við og djöfluðumst og það skilaði sér í því að við fengum ágætis pláss inni á vellinum. Við áttum ágætis krossa og áttum fínan leik að mínu mati,“ sagði Haraldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira