Talar við verkin sín Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 11:02 Rikke Kiil opnar sýningu á Kaffi Sólon um helgina. Mynd/ Vilhelm. „Það er saga á bakvið allar myndirnar,“ segir Rikke Kiil, danskur myndlistarmaður, sem opnar sýningu á Kaffi Sólon á laugardaginn. Þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í byrjun vikunnar var hún enn að bíða eftir myndunum sínum úr tollinum. Allt gekk að óskum og eru verkin nú komin í hús. Rikke segir að verkin sín séu einskonar expressionismi. „Það er ákveðinn kraftur og óstýrileiki í myndunum,“ segir Rikke. Hún segir að það taki fjóra til sex mánuði að mála verkin, eftir því hve stór þau eru. Augljóst er að Rikke sýnir verkunum sínum mikla alúð og sjálf segir hún að það komi fyrir að hún tali við þau. Rikke er ekki óvön því að halda myndlistarsýningar en nú nýverið hefur hún bæði verið með sýningar í Barcelona og á Regent Street í Lundúnum. Þá stendur til að halda sýningu í New York síðar í sumar. Eiginmaður hennar, Kjartan Erlendsson, sem er verkfræðingur, aðstoðar Rikke gjarnan við sýningarnar og ekki síst núna þegar þau eru stödd á Íslandi. „Vanalegast er það ég sem er með öll tengslin, eins og í London og Barcelona, en núna þegar við erum komin til Íslands sér hann eiginlega um allan undirbúninginn. Rikke hefur einu sinni áður haldið litla sýningu á Íslandi. Það var í Vestmannaeyjum fyrir tíu árum. Hún segist hreinlega elska Ísland, en Kjartan er Íslendingur. „Ég elska það að koma hingað, í náttúruna,“ segir Rikke. Hér sé engin truflun líkt og í svo mörgum stærri borgum. „Ég elska bara þá tilfinningu sem grípur mig þegar ég kem hingað,“ segir hún. Hún segist helst vilja koma oftar hingað og jafnvel setjast hér að. En þá þyrfti maðurinn hennar að finna vinnu við hæfi hér. Rikke og Kjartan búa í Randers á Jótlandi og hafa verið gift síðan 2001. Rikke er alin upp í Silkeborg og segist hafa byrjað snemma að teikna. „Grunnskólakennarinn minn var myndlistarmaður og hann hafði þau áhrif á mig að ég byrjaði að teikna,“ segir hún. Hún hafi meira og minna málað alla tíð upp frá því og geti varla hugsað sér að hætta því. Sýning Rikke mun standa yfir þangað til fimmtánda júlí eða í einn og hálfan mánuð. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
„Það er saga á bakvið allar myndirnar,“ segir Rikke Kiil, danskur myndlistarmaður, sem opnar sýningu á Kaffi Sólon á laugardaginn. Þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í byrjun vikunnar var hún enn að bíða eftir myndunum sínum úr tollinum. Allt gekk að óskum og eru verkin nú komin í hús. Rikke segir að verkin sín séu einskonar expressionismi. „Það er ákveðinn kraftur og óstýrileiki í myndunum,“ segir Rikke. Hún segir að það taki fjóra til sex mánuði að mála verkin, eftir því hve stór þau eru. Augljóst er að Rikke sýnir verkunum sínum mikla alúð og sjálf segir hún að það komi fyrir að hún tali við þau. Rikke er ekki óvön því að halda myndlistarsýningar en nú nýverið hefur hún bæði verið með sýningar í Barcelona og á Regent Street í Lundúnum. Þá stendur til að halda sýningu í New York síðar í sumar. Eiginmaður hennar, Kjartan Erlendsson, sem er verkfræðingur, aðstoðar Rikke gjarnan við sýningarnar og ekki síst núna þegar þau eru stödd á Íslandi. „Vanalegast er það ég sem er með öll tengslin, eins og í London og Barcelona, en núna þegar við erum komin til Íslands sér hann eiginlega um allan undirbúninginn. Rikke hefur einu sinni áður haldið litla sýningu á Íslandi. Það var í Vestmannaeyjum fyrir tíu árum. Hún segist hreinlega elska Ísland, en Kjartan er Íslendingur. „Ég elska það að koma hingað, í náttúruna,“ segir Rikke. Hér sé engin truflun líkt og í svo mörgum stærri borgum. „Ég elska bara þá tilfinningu sem grípur mig þegar ég kem hingað,“ segir hún. Hún segist helst vilja koma oftar hingað og jafnvel setjast hér að. En þá þyrfti maðurinn hennar að finna vinnu við hæfi hér. Rikke og Kjartan búa í Randers á Jótlandi og hafa verið gift síðan 2001. Rikke er alin upp í Silkeborg og segist hafa byrjað snemma að teikna. „Grunnskólakennarinn minn var myndlistarmaður og hann hafði þau áhrif á mig að ég byrjaði að teikna,“ segir hún. Hún hafi meira og minna málað alla tíð upp frá því og geti varla hugsað sér að hætta því. Sýning Rikke mun standa yfir þangað til fimmtánda júlí eða í einn og hálfan mánuð.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira