Innlent

Bóndinn í nálgunarbann vegna kynferðisbrota

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að rúmlega áttræður bóndi af Snæfellsnesi, sem grunaður er um að hafa níðst kynferðislega á þroskaskertri stjúpdóttur sinni í fjóra áratugi, skuli sæta nálgunarbanni.

Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun apríl en rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Í úrskurði Hæstaréttar segir að manninum sé bannað að nálgast konuna eða setja sig í samband við hana með nokkrum hætti.

Hann má ekki nálgast heimili hennar eða vernduðum vinnustað um sem nemur 50 metra radíus frá miðju hvors húss. Þá má hann ekki hafa samband hana í gegnum síma-, bréfa- og rafpóstsamskipti.

Bannið gildir á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir en þó ekki lengur en sex mánði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×