Lífið

Hver segir að ráðstefnur geti ekki verið skemmtilegar?

Ellý Ármanns skrifar

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegri útskriftarráðstefna MPM-námsins við HR á dögunum en á ráðstefnunni er fjallað um íslenskar rannsóknir á sviðum verkefnastjórnunar. 

Einn helsti sérfræðingur á sviði verkefnastjórnunar á alþjóðavísu hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á ráðstefnuni „Vor í íslenskri verkefnastjórnun“. Í fyrirlestri sínum fjallaði Miles Shepherd um staðla í verkefnastjórnun en Miles Shepherd hefur til margra ára verið einn af lykilmönnum IPMA, Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga, og APM, Breska verkefnastjórnunarfélagsins. Fyrirlestur Miles Shepherd var í boði Verkefnastjórnunarfélags Íslands og MPM-námsins við HR. 

Ráðstefnan hefur verið árlegur viðburður frá upphafi MPM-námsins. Þar kynna útskriftarnemendur í MPM námi lokaverkefni sín. Alls 34 nemendur útskrifast með MPM-gráðu frá tækni– og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík að þessu sinni. Á 4. og síðasta misseri vinna nemendur sjálfstætt að lokaverkefni, undir handleiðslu prófessors. Þeir skila niðurstöður sínar í formi ráðstefnugreinar og kynna rannsókn sína á ráðstefnunni.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.

Þjóðþekktir einstaklingar mættu.
Gleðin var við völd.
Það var fjör.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.