Lífið

Ætla að gifta sig strax eftir fæðinguna

Þetta ár virðist ætla að verða gjöfult fyrir þúsundþjalasmiðinn Jessicu Simpson. Hún fæðir brátt annað barn sitt og unnustans Erics Johnsons og planar brúðkaup.

Jessica og Eric eiga fyrir dótturina Maxwell sem er þrettán mánaða en Eric bað um hönd Jessicu í fyrrahaust. Nú segja kunnugir að Jessica vilji drífa í brúðkaupi stuttu eftir að barn númer tvö kemur í heiminn.

Kasólétt í orðsins fyllstu merkingu.

“Hún sagði vinum sínum að hún vildi gifta sig nokkrum mánuðum eftir að barnið fæddist,” segir vinur parsins en þau hafa þurft að aflýsa brúðkaupinu tvisvar út af barneignum.

Brúðkaup í vændum.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.