Enski boltinn

Di Canio safnar fríum leikmönnum

Modibo Diakite.
Modibo Diakite.

Ítalinn Paolo di Canio, stjóri Sunderland, situr ekki auðum höndum þó svo tímabilið sé búið. Hann er þegar búinn að fá þrjá nýja leikmenn til félagsins.

Nú síðast var Di Canio að fá varnarmanninn Modibo Diakite frá Lazio. Hann kemur til félagsins án greiðslu.

Þessi 26 ára Frakki byrjaði feril sinn hjá Pescara og fór svo til Lazio fyrir sjö árum síðan. Hann hefur verið fastamaður í liðinu síðustu tvö ár.

Áður var Di Canio búinn að fá varnarmanninn Valentin Roberge frá Maritimo og miðjumanninn Cabral frá Basel. Þeir kostuðu ekki heldur krónu.

Di Canio er ekki hættur að ná í leikmenn enda ekki enn búinn að eyða pundi í leikmenn þó svo þrír leikmenn séu mættir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×