Lífið

Hefur hún látið lappa upp á sig?

Aðdáendur sjónvarpsseríunnar Arrested Development eru duglegir að tjá sig á Twitter og Facebook um eina af leikkonunum í þáttunum, Portiu de Rossi.

Upp hafa sprottið heitar umræður um það hvort hún sé búin að fara í lýtaaðgerðir eftir að nýjasta serían kom inn á Netflix.

Lýtaaðgerðir eða ekki? Ræðið.

Útlit Portiu er ansi breytt síðan hún lék í fyrstu seríunni af Arrested Development og halda margir aðdáendur hennar því fram að hún sé búin að láta lappa upp á sig. Aðrir segja að þetta hljóti að vera verk meiköpp artista til að gera karakter hennar, Lindsay Bluth-Funke, enn sjálfumglaðari.

Í karakter.

Portia, sem er kærasta spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres, hefur ekki tjáð sig um málið.

Ellen og Portia á góðri stundu.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.