Lífið

Hætt í Idolinu

Nicki Minaj er hætt sem dómari í Idolinu og ætlar að sinna tónlistinni.
Nicki Minaj er hætt sem dómari í Idolinu og ætlar að sinna tónlistinni. Nordicphotos/getty

Nicki Minaj mun ekki setjast aftur í dómarasætið í sjónvarpsþættinum American Idol. Tilkynningin kemur í kjölfar frétta um að Mariah Carey og Randy Jackson hafi bæði ákveðið að hætta sem dómarar í þættinum.



Minaj deildi ákvörðun sinni með aðdáendum sínum í gegnum Twitter. „Takk American Idol fyrir reynslu sem breytti lífi mínu. Hefði ekki viljað missa af þessu. Nú er tími til kominn að einbeita sér að tónlist,“ skrifaði hin litríka rappsöngkona á síðu sína.



Þetta var fyrsta þáttaröðin sem Minaj og Carey spreyttu sig sem dómarar, en Jackson hafði vermt dómarasætið í einar tólf þáttaraðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.