Sigmundur Davíð: "Það liggur á að klára þessi mál“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2013 21:52 Ráðherraskipan Framsóknarflokksins var samþykkt einróma á þingflokksfundi nú í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að það að lægi á að ráðast í leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum. Sigmundur Davíð sagði hins vegar að vegna tengingar fjármögnunar á niðurfellingunni við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna væri ekki hægt að útlista tímaáætlun um hvenær ráðist yrði í verkefnið, en sem forsætisráðherra mun Sigmundur Davíð fara fyrir sérstakri ráðherranefnd um þetta samkvæmt stjórnarsáttmála. „Það liggur á að klára þessi mál og þar af leiðandi hljótum við að nýta sumarið til þess að klára málin að því marki sem hægt er á meðan uppgjörinu (á þrotabúum föllnu bankanna innsk.blm) er ekki lokið, en verandi jafnframt með tilbúna áætlun út frá þeirri leið sem nefnd er í stjórnarsáttmálanum sem millibilsleið, þessari sjóðsleið, ef að menn horfa fram á að hitt tefjist óhóflega,“ sagði forsætisráðherraefnið. Ríkissjóður kæmi til með að fjármagna þennan leiðréttingarsjóð, að minnsta kosti í fyrstu?„Það hafa verið nefndar ólíkar útfærslur. Ein slík útfærsla var mikið til umræðu í kosningabaráttunni frá Hægri Grænum, við höfum skoðað aðrar leiðir, önnur afbrigði. Ríkið er þarna vissulega milliliður en kostnaður lendir ekki á ríkinu á endanum.“ Gert er ráð fyrir stofnun þessa leiðréttingasjóðs í stjórnarsáttmálanum, en þar er honum lýst með svofelldum orðum: „Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.“ Sjá má ítarlegt sjónvarpsviðtal við Sigmund Davíð í myndskeiði hér fyrir ofan, eða með því að smella hér. Þar fer Sigmundur Davíð yfir verkefni sumarþings, sérstaka veiðigjaldið sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja breyta og ýmislegt fleira. Ráðherrar Framsóknar við Austurvöll í kvöld: Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Mynd/ÞÞ Tengdar fréttir Búið að ákveða ráðherra í nýrri ríkisstjórn - aðeins þrjár konur í ráðherrahópnum Þingflokkur framsóknarmanna samþykkti nú fyrir skömmu tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hverjir verða ráðherrar flokksins í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á þingflokksfundi Framsóknar á Alþingi. 22. maí 2013 21:02 Færri ráðherrar Framsóknar Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra og Framsóknarflokkurinn fjóra í nýrri ríkisstjórn. Ekki verður skipaður sérstakur umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. 22. maí 2013 06:00 „Mörg orð án mikils efnis“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir lítið um handfastar aðgerðir í stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. 22. maí 2013 12:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Ráðherraskipan Framsóknarflokksins var samþykkt einróma á þingflokksfundi nú í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að það að lægi á að ráðast í leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum. Sigmundur Davíð sagði hins vegar að vegna tengingar fjármögnunar á niðurfellingunni við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna væri ekki hægt að útlista tímaáætlun um hvenær ráðist yrði í verkefnið, en sem forsætisráðherra mun Sigmundur Davíð fara fyrir sérstakri ráðherranefnd um þetta samkvæmt stjórnarsáttmála. „Það liggur á að klára þessi mál og þar af leiðandi hljótum við að nýta sumarið til þess að klára málin að því marki sem hægt er á meðan uppgjörinu (á þrotabúum föllnu bankanna innsk.blm) er ekki lokið, en verandi jafnframt með tilbúna áætlun út frá þeirri leið sem nefnd er í stjórnarsáttmálanum sem millibilsleið, þessari sjóðsleið, ef að menn horfa fram á að hitt tefjist óhóflega,“ sagði forsætisráðherraefnið. Ríkissjóður kæmi til með að fjármagna þennan leiðréttingarsjóð, að minnsta kosti í fyrstu?„Það hafa verið nefndar ólíkar útfærslur. Ein slík útfærsla var mikið til umræðu í kosningabaráttunni frá Hægri Grænum, við höfum skoðað aðrar leiðir, önnur afbrigði. Ríkið er þarna vissulega milliliður en kostnaður lendir ekki á ríkinu á endanum.“ Gert er ráð fyrir stofnun þessa leiðréttingasjóðs í stjórnarsáttmálanum, en þar er honum lýst með svofelldum orðum: „Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.“ Sjá má ítarlegt sjónvarpsviðtal við Sigmund Davíð í myndskeiði hér fyrir ofan, eða með því að smella hér. Þar fer Sigmundur Davíð yfir verkefni sumarþings, sérstaka veiðigjaldið sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja breyta og ýmislegt fleira. Ráðherrar Framsóknar við Austurvöll í kvöld: Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Mynd/ÞÞ
Tengdar fréttir Búið að ákveða ráðherra í nýrri ríkisstjórn - aðeins þrjár konur í ráðherrahópnum Þingflokkur framsóknarmanna samþykkti nú fyrir skömmu tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hverjir verða ráðherrar flokksins í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á þingflokksfundi Framsóknar á Alþingi. 22. maí 2013 21:02 Færri ráðherrar Framsóknar Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra og Framsóknarflokkurinn fjóra í nýrri ríkisstjórn. Ekki verður skipaður sérstakur umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. 22. maí 2013 06:00 „Mörg orð án mikils efnis“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir lítið um handfastar aðgerðir í stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. 22. maí 2013 12:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Búið að ákveða ráðherra í nýrri ríkisstjórn - aðeins þrjár konur í ráðherrahópnum Þingflokkur framsóknarmanna samþykkti nú fyrir skömmu tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hverjir verða ráðherrar flokksins í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á þingflokksfundi Framsóknar á Alþingi. 22. maí 2013 21:02
Færri ráðherrar Framsóknar Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra og Framsóknarflokkurinn fjóra í nýrri ríkisstjórn. Ekki verður skipaður sérstakur umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. 22. maí 2013 06:00
„Mörg orð án mikils efnis“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir lítið um handfastar aðgerðir í stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. 22. maí 2013 12:38